• is
  • en

Skilmálar

Greiðsla

Kaupandi getur innt greiðslu af hendi með kreditkorti eða debetkorti. Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Rapyd.

Óski kaupandi eftir því að greiða með millifærslu skal leggja inn á reikning Ný tunglskin ehf. innan 24 klst. frá kaupum og senda kvittun úr heimabanka á tunglskin@tunglskin.is. Berist greiðsla ekki innan þess tíma er pöntunin ógild. Reikningsnúmer er 0133-26-015451, kt. 680323-0460.

Afhending vöru

Allar pantanir á höfuðborgarsvæðinu eru settar í póst innan 24 tíma frá pöntun, nema annað sé tekið fram eins og á við t.d. í vöruflokkinum Magnkaup.

Pantanir eru sendar með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Athugið að innanlandspóstur getur tekið allt að 2-4 daga að berast

Sendingarkostnaður fer eftir stærð og umfangi sendingar og er aðeins greitt eitt gjald póstsendingar, fyrir dýrasta sendingarkostinn.

Viðskiptavinir ber sjálfur ábyrgð á að gefa upp rétt póstfang eða að vera með rétt merkta póstkassa eða póstlúgur. Ef vara er ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma eða endurgreiða vöruna.

Vöruskil

Kaupandi hefur 14 daga frá móttöku vöru til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í óuppteknum og upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Kvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja. Að ofangreindum skilyrðum uppfylltum og eftir að varan er móttekin, er gengið frá endurgreiðslu. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur og kaupandi greiðir sendingargjald þegar vöru er skilað. Ef pakki er ekki sóttur á pósthús áskilur seljandi sér rétt til að halda eftir kostnaði við sendingar.
Vörum er hægt að skila beint með pósti til:

Ný tunglskin ehf.
Skútuvogi 11
104 Reykjavík.

Vöruverð

Öll vöruverð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskiljum við okkur rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp.
Vinsamlega athugið að vöruverð getur breyst án fyrirvara. Öll verð eru gefin upp með virðisaukaskatt.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Skilyrði fyrir ábyrginni eru almenns eðlis, svo sem að galli sé tilkynntur strax og hans kann að verða vart og að ekki hafi neitt verið átt við tækið af aðilum óviðkomandi seljanda, nema í samráði við hann.

Útlit vara

Ný tunglskin ehf. ber ekki ábyrgð á því ef keypt vara er ekki nákvæmlega eins á litinn og myndir vefverslunnar gefa upp. Í einstaka tilvikum eru skerpt á litum og myndir unnar fyrir vefverslunar að tónar lita breytast örlítið.

Öryggisskilmálar

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.
Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Ný tunglskin ehf. á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.
Ný tunglskin ehf. áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum hvenær sem er.

Ábyrgðarskilmálar vegna vörukaupa

Tveggja ára ábyrgð frá kaupdegi skal almennt gilda um vöruna sem skráð er á ábyrgðarskírteini, hvort sem kaupandi er neytandi eða fyrirtæki. Vörur sem eðli málsins samkvæmt hafa skemmri endingartíma skulu þó ekki hafa svo langan ábyrgðartíma. Það á t.a.m. við um rafhlöður en eins árs ábyrgð frá dagsetningu sölunótu gildir fyrir rafhlöður í símtæki og sex mánaða ábyrgð fyrir rafhlöður í þráðlaus símtæki.

Ábyrgðin nær heldur ekki til óbeins tjóns vegna hugsanlegra galla á tækinu, en kaupanda er bent á möguleikana á að tryggja sig gegn slíku hjá tryggingafélögum.

Ábyrgðin nær ekki til bilana sem framleiðanda eða seljanda verður ekki kennt um, svo sem bilana sem stafa af flutningi, rangri meðferð eða misnotkun, lélegu viðhaldi, slysni eða óhöppum, náttúruhamförum, truflunum á rafkerfi hússins eða veitunnar, o.s.frv.

Telji kaupandi vöru gallaða ber honum að framvísa ábyrgðarskírteini (sölunótu).

Reynist vara gölluð, s.s. ef um verksmiðjugalla er að ræða, metur seljandi hvort rétt sé að reyna að gera við vöruna eða hvort afhenda skuli nýja vöru. Ef kaupandi fær nýja vöru afhenta, þá gildir ábyrgðartíminn frá þeim degi er ný vara var afhent.
Seljandi ber ekki ábyrgð á galla sem má rekja til sakar kaupanda eða aðstæðna sem hann varða, s.s. rangrar notkunar eða slæmrar meðferðar á vöru, raka- eða höggskemmda, rangra uppsetninga eða skorts á uppfærslum, slælegs viðhalds, slysa eða óhappa. Það sama á við fylgi kaupandi ekki leiðbeiningum seljanda og/eða framleiðanda um meðferð vörunnar eða hafi kaupandi eða þriðji aðili átt við vöruna. Reynist vara högg- eða rakaskemmd ber kaupandi sönnunarbyrði fyrir því að varan hafi verið haldin galla að öðru leyti.

Seljandi ber ekki ábyrgð á galla sem rekja má til óviðráðanlegra atvika, s.s. náttúruhamfara, truflana á rafkerfi í húsnæði eða hverfisins o.s.frv.

Seljandi ber ekki ábyrgð á galla sem rekja má til hugbúnaðarvilla.

Kaupandi skal tilkynna seljanda um galla strax og hans verður vart. Berist tilkynning um galla ekki innan tveggja ára frá því að kaupandi veitir vöru viðtöku getur hann ekki borið fyrir sig gallann síðar.

Viðgerðir

Komi í ljós að skoðun lokinni að símtækið er ekki gallað eða af öðrum ástæðum ekki í ábyrgð hjá Ný tunglskin ehf. (s.s. ef högg- eða rakaskemmdir eru til staðar skv. mati viðgerðaraðila), ber viðskiptavini að greiða skoðunargjald í samræmi við verðskrá viðgerðaraðila hverju sinni..
Ekki er tekin ábyrgð á gögnum sem kunna glatast vegna viðgerðarvinnu viðgerðaraðila.
Á það við hvort sem tækið telst viðgerðarhæft eða ekki og hvort sem viðskiptavinur kýs að láta gera við það eða ekki.
Ný tunglskin ehf. ber ekki ábyrgð á uppfærslu á hugbúnaði símtækis.
Top
Velkomin í vefverslun Tunglskins. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka
Stilla Taka