• is
  • en

Persónuverndarstefna

Takk fyrir að heimsækja vefsvæðið okkar. Okkur er annt um persónuvernd þína. Þessi stefna lýsir því hvaða upplýsingum við söfnum, í hvaða tilgangi og hvernig við notum þær. Traust þitt skiptir okkur máli og við skuldbindum okkur til að gæta upplýsinga þinna. Endilega hafðu samband ef þú hefur einhverjar spurningar.

Þessi persónuverndarstefna gildir um persónuupplýsingar og gögn um gesti okkar og aðra einstaklinga sem við eigum í viðskiptum við og um notkun þessara persónuupplýsinga, á hvaða sniði sem er – munnlegar, rafrænar eða skriflegar.

Upplýsingar sem við öflum geta innihaldið: nafn þitt, heimilisfang, netfang, símanúmer, óskir um samskiptahætti, greiðsluupplýsingar, fæðingardag eða ártal og kyn.

Vinnsla gagna fer fram svo lengi sem einstaklingur lýsir ekki andstöðu sinni við meðferð upplýsinganna. Ef einstaklingur óskar eftir að koma athugasemdum um meðhöndlun persónuupplýsinga á framfæri eða óskar eftir að persónuupplýsingum sínum verði eytt úr grunninum, skal athugasemdum komið til Tunglskins í gegnum netfangið tunglskin@tunglskin.is.

Vinsamlegast kynntu þér þessa persónuverndarstefnu vandlega. Ef þú ert ósammála henni skaltu ekki nota vefsvæði okkar. Með því að heimsækja þetta vefsvæði telst þú samþykkja þessa persónuverndarstefnu og samþykkir að við megum vinna með persónuupplýsingar þínar í samræmi við persónuverndarstefnuna. Í þeim tilfellum þar sem persónuverndarstefnan á ekki við skulu íslensk lög gilda.

Vefsíða félagsins notar vafrakökur og er hýst hjá Grupo5. Við heimsókn á vefsíðu okkar eru skráðar ýmsar nauðsynlegar upplýsingar um aðgengi og notkun. Þessar upplýsingar kunna að innihalda IP-tölur notanda. Þessum upplýsingum er einungis safnað af öryggisástæðum og fyrir bilanagreiningu. Þessi síða notar einnig vafrakökur fyrir nauðsynlega virkni, söfnun tölfræðiupplýsinga og fyrir deilingu á samfélagsmiðla, sjá nánar í vafrakökustefnu Tunglskins.

Einstaklingar undir 18 ára aldri

Ef þú ert yngri en 18 ára skalt þú gæta þess að fá leyfi hjá foreldri/forráðamanni áður en þú gefur upp persónulegar upplýsingar á vefsíðu okkar.

Flutningar til annarra landa

Við gætum notað þjónustuveitendur, sem í einhverjum tilvikum kunna að vinna persónuupplýsingar þínar utan EES-svæðisins. Í slíkum tilvikum ábyrgjumst við að flutningur gagna til landa utan EES-svæðisins eigi sér aðeins stað í samræmi við ákvæði þar að lútandi í gildandi persónuverndar­löggjöf.

Öryggi persónuupplýsinga

Við viðhöfum viðeigandi öryggisráðstafanir í því skyni að hindra að persónuupplýsingar þínar glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi. Aðgangur að upplýsingunum er auk þess takmarkaður við þá aðila sem nauðsyn ber til og sem eru bundnir trúnaðarskuldbin­dingu.
Við vekjum athygli á því að þú ber ábyrgð á persónuupplýsingum, t.d. nafni, aldri og mynd, sem þú kýst að deila á almennum vettvangi, t.d. í gegnum spjallrás eða Facebook síður vefsíðna okkar.
Við viljum einnig taka fram að gagnaflutningur á netinu er aldrei fullkomin öruggur. Þér er því bent á að láta okkur umsvifalaust vita ef þú telur hættu á að tilteknar upplýsingar sem þú hefur gefið okkur séu í hættu.
Ef upp kemur öryggisbrestur sem hefur áhrif á persónuupplýsingar munum við tilkynna slíkt til Persónuverndar og eftir atvikum til þín eftir því sem lög mæla fyrir um.
Teljir þú að samskipti þín við okkur séu ekki örugg, biðjum við þig um að láta okkur umsvifalaust vita um vandamálið með því að senda póst á netfangið tunglskin@tunglskin.is

Hve lengi eru persónuupplýsingar geymdar?

Persónuupplýsingar geymum við aðeins svo lengi sem nauðsyn ber til í þeim tilgangi sem þeirra var aflað. Geymslutími slíkra persónuupplýsinga fer eftir eðli upplýsinganna og þeim lagareglum sem gilda um viðkomandi vinnslu persónuupplýsinga, t.d. skatta- eða bókhaldslöggjafar. Í einstaka tilvikum kann einnig að vera nauðsynlegt að geyma gögn vegna lögmætra hagsmuna , t.d. vegna deilumála.

Réttur þinn

Í vissum tilvikum átt þú réttindi samkvæmt persónuverndar­löggjöf í tengslum við vinnslu okkar á persónuupplýsingum. Ef þú vilt neyta þessara réttinda biðjum við þig að hafa samband við okkur og við munum leitast við að svara beiðni þinni eins fljótt og auðið er, en tryggjum að slíkt sé lokið innan 30 daga nema um sé að ræða margar eða umfangsmiklar beiðnir. Við kunnum að óska eftir viðbótarupplýsingum frá þér í tengslum við beiðni þína, t.d. vegna auðkenningar.
Við tökum ekki almennt ekki gjald fyrir afhendingu gagna eða afgreiðslu annarra beiðna. Við áskiljum okkur þó rétt á að innheimta gjald eða synja um afhendingu þegar um er að ræða beiðnir sem eru bersýnilega tilhæfulausar, óhóflegar eða margendurteknar.

Réttur til aðgangs: Þú átt rétt á að óska eftir aðgangi að persónuupplýsingum um þig og að fá afhent afrit upplýsinganna. Með þeim hætti getur þú fullvissað þig um að upplýsingarnar séu réttar og að vinnsla okkar á þeim sé í samræmi við lög.
Réttur til leiðréttingar: Ef einhverjar upplýsingar um þig eru rangar eða ónákvæmar átt þú almennt rétt á að láta okkur leiðrétta þær.
Réttur til eyðingar: Í vissum tilvikum getur þú átt rétt á að við eyðum persónuupplýsingum sem við geymum um þig. Þetta á einkum við í þeim tilvikum þar sem upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar, ef þú hefur andmælt vinnslu upplýsinganna (sbr. hér að neðan), ef vinnslan reynist ólögmæt, eða ef vinnslan byggði á samþykki sem þú hefur síðar afturkallað. Við áskiljum okkur þó rétt til að meta í hvert eitt sinn hvort skylt sé að eyða gögnum.
Réttur til að andmæla vinnslu: Ef vinnsla okkar byggir á almannahagsmunum/ lögmætum hagsmunum okkar eða annarra og þú telur að vegna aðstæðna þinna brjóti vinnslan gegn grundvallarrét­tindum þínum, getur þú andmælt vinnslunni. Ef þú andmælir, hættum við vinnslunni nema við getum bent á ríkari lögmæta hagsmuni af að halda henni áfram.
Réttur til takmörkunar á vinnslu: Í eftirtöldum tilvikum átt þú rétt á að við stöðvum vinnslu persónuupplýsinga:
Ef þú vefengir að persónuupplýsin­garnar séu réttar (þangað til við getum staðfest að þær séu réttar),
Vinnslan er ólögmæt, en þú vilt ekki að persónuupplýsin­gunum sé eytt,
Við þurfum ekki lengur á persónuupplýsin­gunum að halda fyrir vinnsluna en þú þarfnast þeirra til þess að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur,
Þú hefur andmælt vinnslunni, sbr. að ofan. Í því tilviki stöðvum við vinnslu meðan við höfum ekki bent á ríkari lögmæta hagsmuni okkar af að halda henni áfram.
Réttur til að afturkalla samþykki: Í þeim tilvikum þar sem við byggjum vinnslu á samþykki þínu er þér ávallt heimilt að afturkalla slíkt samþykki. Afturköllun þýðir þó ekki að vinnsla sem fór fram áður en samþykki var afturkallað sé ólögmæt.
Ef þú vilt nýta framangreindan rétt þá sendur okkur tölvupóst á tunglskin@tunglskin.is.

Breytingar á stefnunni

Persónuverndarstefna þessi var síðast uppfærð í maí 2019. Tunglskin áskilur sér rétt til þess að gera breytingar á þessari síðu og breytingar taka gildi frá þeim degi sem þær eru birtar á vefsíðunni. Vegna þessa hvetjum við alla til að skoða stefnuna reglulega.
Top
Velkomin í vefverslun Tunglskins. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka
Stilla Taka