Xiaomi heyrnartól – 2. kynslóð = Heimsklassa Hi-Fi hljómur
Þú velur skynsamlega ef þú velur nýju Xiaomi “Second Generation” heyrnartólin. Xiaomi vörumerkið tryggir að það séu notaðir úrvals íhlutir og hönnunin sé í hæsta gæðaflokki , svo þú verður ekki fyrir vonbrigðum. Það eru margar endurbætur frá fyrri gerð og hvað hljóðgæði varðar, þá geta þessi heyrnartól virkilega keppt við helstu vörumerki eins og Denon eða Sennheiser.
Helstu upplýsingar um aðra kynslóð heyrnartóla frá Xiaomi.
Í samanburði við eldri gerð þá eru þessi heyrnartól uppfærð í öllum atriðum. Hágæða hljóðið er myndað með titrandi
grafín-þynnu og föstum bassabotni. Þetta gerir tónlistina mjög skýra, jafnvel á lágum og miðjum tíðnum, sem er óvenjulegt í heyrnartólum, því venjulega þarf bassi stórar hátalaraeiningar.
Lokað hólf úr áli tryggir góðan aðskilnað frá umhverfishljóðum sem hjálpar til við að tónlistin umljúki þig. Þökk sé 32 ohm viðnámi og viðeigandi magnara, þá færð þú næstum því sömu hljóðgæði og í stúdíói, með þessum heyrnartólum.
Næmur innbyggður hljóðnemi dregur úr umhverfishávaða, svo þú getur notað hann í símhringingar. Það eru sérstakir rofar til að skipta á milli laga og til að svara í símann. Stórir eyrahlífar eru gerðar úr mjúku gerfileðri og heyrnartólin vega aðeins 240 gr., þannig að jafnvel þó þú notir þau í langan tíma ættirðu ekki að finna fyrir óþægindum.
Framúrskarandi hljómgæði
Öflugur bassi
Hagnýt hönnun með aftengjanlegum köplum
Hávaðadempun og aðgreining umhverfishljóða
Létt og þægileg
Flott útlit
Eiginleikar:
Tengi: 3,5 mm
Viðnám: 32 ohm
Tenging: Um snúru
Kapallengd: 1,4 m
Viðbótaraðgerðir: Símsvörun, hljóðnemi, hljóðvist, skipta á milli laga, raddstýring
Efni: Gerfileður, málmur, plastefni
Þyngd: 240 gr.
Innihald kassa: 1 x heyrnartól, 1 x heyrnartólpoki, 1 x hljóðsnúra, 1 x 6,5 millistykki, 1 x tengi f/flugsæti