Staða: til á lager

85.179 kr. 119.970 kr.
-29%
 Mi DYU D2 Plus Electric Bike er sterkt og skemmtilegt rafmagnshjól af nýrri kynslóð rafmagnshjóla.
Rafmagnshjólið er mjög nett og fallega hannað rafmagnshjól, útbúið af fullt af einstökum eiginleikum. Það er aðeins 15 kg sem er mjög létt miðað við önnur rafhjól sem geta oft verið mjög þung. 

Það getur stundum verið erfitt að hjóla, sérstaklega langar vegalengdir. Rafhjólið hefur innbyggðan kraftmikinn rafmagnsmótor sem hjálpar þér á leiðinni, alfarið eða að hluta til. 

Það nær 25 km/klst hámarkshraða (hægt að stilla hámarkshraða í APPinu).
Í APPinu eru í boði margvíslegar stillingar fyrir hjólið, bms, sjálfstýring o.fl.

Hjólið nær mismunandi drægni eftir því hvernig það er notað. Eingöngu á rafmagni er hægt að fara 33 km á fullri hleðslu á hjólinu. Með aðstoð pedala er hægt að 55 km á fullri hleðslu. 

Það er byggt úr sterkum álramma sem stuðlar að gæðum og langri endingu. Hnakkurinn er mjög þægilegur sem hægt er að stilla hæðina sniðna hverjum notanda fyrir sig. 

Það er einfalt að brjóta það saman til þess að það taki minna pláss í rými eða þegar á að ferðast með það í bifreið á milli staða. 

DYU D2 Plus Electric Bike er vatnshelt með IP54 staðli og því hægt að nota það í hvaða veðri sem er. 

Rafhjólið hefur 240W mótor á framhjólinu og stóra liþíum rafhlöðu sem skilar sér í mikilli afkastagetu.
Það eru skær ljós bæði að framan og aftan á hjólinu, svo það er mjög öruggt í myrkri og þoku. 

**DYU D1 Electric Bike kemur til landsins um miðjan febrúar 2020. Hægt er að kaupa/panta þangað til í lok desember 2019. Tryggðu þér þitt eintak!**
 
Top

Velkomin í vefverslun Tunglskins. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka. Samþykkja.